top of page
NBI-logo.jpg

Huggreiningar og 360° hugsun

Það sem NBI getur m.a. gefið þér er innsýn í er:

  • Eigin hegðun og hugsanir

  • Samskipti þín við aðra

  • Hvernig þú lærir og miðlar þekkingu

  • Hvaða störf gætu hentað þér

  • Hvernig þú leysir vandamál

  • Á hverju þú byggir ákvarðanir

  • Hvar hugsnið og færni fara ekki saman og hvað þú þarft til að skapa jafnvægi þar á milli

NBI  greining er framkvæmd með vottuðu mælitæki og gefur okkur innsýn i hvernig við hugsum, tökum ákvarðanir, eigum í samskiptum og sinnum uppeldi svo eitthvað sé nefnt.

Ýmis fyrirtæki nýta sér einnig NBI  greiningar við ráðningar og myndun teyma. 

NBI stendur fyrir Neethling Brain Profile Instruments og er hannað og þróað af Dr. Kobus Neethling. 

NBI getur auðveldað stjórnendum að:

  • Mynda árangursrík teymi

  • Leysa ágreining

  • Bæta skapandi hugsun og leiðtogafærni

  • Velja rétta starfsfólkið

  • Nýta styrkleika starfsmanna á sem bestan máta og þannig auka starfsánægju og starfstryggð

Þegar þú hefur lokið við greiningarferlið færðu:

  • Skýrslu sem sýnir fjórskipt NBI™ hugsnið. Hverjum fjórðungi fyrir sig er svo skipt í tvær víddir en þær veita enn meiri innsýn í hughneigðir og atferli í lífi og starfi.

  • Greinargóða lýsingu á því hvað felst í hverri vídd og hvernig þú getur nýtt þér þá þekkingu til vaxtar

  • Sér skýrslu með samsetningu teymis, styrkleika þess og tækifæri til vaxtar

NBI 8 víddir mynd.png
bottom of page