top of page
Search
Writer's picturestyrkleikar&stefna

Jákvæð sálfræði og inngrip

Updated: Oct 19, 2023

Hvað er jákvæð sálfræði?

Um aldarmótin 2000 jókst áhugi á að rannsaka nánar þætti sem skapa vellíðan og jákvæðan vöxt (blómstrun) hjá einstaklingum, samfélaginu og stofnunum. Markmiðið var að jafna hlutfall rannsókna jákvæðrar sálfræði við rannsóknir í klínískri sálfræði sem einblíndu á sjúkdómsgreiningar. Úr varð það sem við þekkjum í dag sem jákvæða sálfræði. Skilgreining á jákvæðri sálfræði skv. Seligman og Csikszentmihalyi (2000) er “þekking á hvað gerir lífið þess virði að lifa því”. Önnur skilgreining kemur t.d. frá Sheldon og King (2001) „Rannsóknir á því sem reynist fólki vel í lífinu“.


Helsta gagnrýnin er að jákvæð sálfræði gefi til kynna að klínísk sálfræði sé þá neikvæð og að jákvæð sálfræði hunsi neikvæðar tilfinningar og líðan. Það er þó ekki svo og með tímanum eru vonir um að jákvæð sálfræði verði eðlilegur hluti af klínískri sálfræði (Seligman og Csikszentmihalyi, 2000).


Jákvæð inngrip

Aðferðir innan jákvæðrar sálfræði byggja meðal annars á jákvæðum inngripum. Það eru verkfæri sem ætlað er að kalla fram jákvæða breytingu hjá fólki (Hefferon og Boniwell, 2011). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á mælanlegan árangur inngripa á vellíðan og lífsánægju (Seligman, Rashid og Parks, 2006). Þó svo vellíðan sé kannski tímabundin þá eykur hún jákvæða líðan sem svo eykur andlegt og líkamlegt úthald, eykur víðsýni og ýtir undir jákvæða hegðun (Fredrickson, 2001).


Inngripin eru af ýmsum toga en þau sem ég hef nýtt mér hvað mest eru styrkleikagreining, dagbókarskrif, 3 góðir hlutir, góðverk, þakklætisbréf og hreyfing.


Heimildir:

Fredrickson, B. L. (2001). The role of positive emotions in positive psychology: The broaden-and-build theory of positive emotions. American psychologist, 56(3), 218.Hefferon, K. og Boniwell, I. (2011). Positive Psychology: Theory, Research and Applications. McGraw-Hill Education (UK).

Seligman, M. E. P., og Csikszentmihalyi, M. (2000). Positive psychology: An introduction. American Psychologist, 55, 5–14.

Seligman, M.E.P., Rashid, T., og Parks, A.C. (2006). Positive psychotherapy. American Psychologist, 61, 774–788

Sheldon, K. M., og King, L. (2001). Why positive psychology is necessary. American Psychologist, 56(3), 216-217. doi: 10.1037/0003-066X.56.3.216

140 views0 comments

Recent Posts

See All

Hugleiðing um hamingju

Pistill sem ég skrifaði og birtist fyrst á Salina.is Sem markþjálfi fæ ég stundum til mín fólk sem upplifir sig fast í ákveðnum aðstæðum....

Markþjálfun – Hvað er það?

Ég hef svo oft fengið spurninguna, hvað er markþjálfun? Og hver er munurinn á markþjálfa og markþjálfa? Markþjálfi er ekki lögverndað...

Áhrif umhverfis á líðan og endurheimt

Árið 2013 skrifaði ég Bs sálfræðiritgerð um Umhverfissálfræði þar sem ég kannaði áhrif trjáa og grass á almenningssvæðum á líkur þess að...

Comments


bottom of page