Sylvía Guðmundsdóttir
ACC Markþjálfi
Sylvía er vottaður ACC markþjálfi frá ICF. Hún fléttar saman fræðum markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði með áherslu á skýra framtíðarsýn, raunhæf markmið, vöxt og aukna vellíðan. Sylvía leggur áherslu á að vinna með styrkleika markþega og finna hvernig þeir nýtast best til að ná settu marki.
Í dag starfar hún sem mark- og teymisþjálfi, fyrirlesari og sérkennslustjóri leikskóla. Hún er formaður félags um jákvæða sálfræði og fulltrúi Íslands í Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði ENPP.
Áður vann hún m.a. sem ráðningarstjóri, kenndi markþjálfun hjá Profectus, var stundakennari í breytingastjórnun við HÍ, mannauðssérfræðingur og við bankastörf á fyrirtækjasviði. Sylvía sat í stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og sinnti formennsku í trúnaðarmannaráði Arion banka.
Sú víðtæka starfs- og lífsreynsla sem Sylvía býr yfir eykur færni hennar í að takast á flókin viðfangsefni með opnum huga og skilningsríku viðhorfi.
Viðtölin fara fram á stofu Samkenndar Heilsuseturs eða í gegnum fjarfundarbúnað eftir kl. 17:00 mán til fim og frá kl. 13:00 á föstudögum